Forritunarviðmót Terra
Þjónustuleið fyrir viðskiptavini Terra. Forritunarviðmót forrita (API tenging) sem gerir viðskiptavinum Terra kleift að sækja upplýsingar um sína úrgangslosun.
Forritunarviðmót Terra er sett upp með REST aðferðarfræðinni. Forritunarviðmótið
hefur einfalda uppbyggingu og er mjög auðvelt að tengjast þjónustunni og nota hana á kerfisbundinn hátt.
Fyrirspurnum er svarað til baka á JSON formi og notast er við staðlaða HTTP svörunarkóða.
Til að tengjast forritunarviðmótinu og sækja gögnin þá er notast API lykil sem hægt er að nálgast hjá Terra.
Öll gögn eru send á milli með öruggum hætti, HTTPS yfir TLS.
Sækja um aðgang.